Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. september 2017 09:45
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid fylgist með Mane
Powerade
Augu Real Madrid beinast að Senegalanum Sadio Mane hjá Liverpool.
Augu Real Madrid beinast að Senegalanum Sadio Mane hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Fer Draxler til Englands?
Fer Draxler til Englands?
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er mættur. BBC tók saman allt það áhugaverðasta úr ensku götublöðunum.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að hann vilji gera nýja samninga við Aaron Ramsey og Danny Welbeck (báðir 26) en samningar þeirra renna út sumarið 2019. Wenger býst þó við því að það verði algengara að leikmenn spili inn í lokaár samnings síns. (Guardian)

Real Madrid fylgist vel með þróun Sadio Mane (25) hjá Liverpool.(Diario Madridista)

Chelsea er fremst í kapphlaupi við Liverpool, Tottenham, Southampton, Manchester City og Manchester United um Elye Wahi (14) sem er þegar farinn að skora mörk fyrir U17 lið Caen í Frakklandi. Hann kemur úr sama úthverfi Parísa og N'Golo Kante. (Sun)

Arsenal vildi kaupa framherjann Dries Mertens (30) frá Napoli í sumar og gæti gert aðra tilraun til að fá hann. Í samningi hans er riftunarákvæði upp á 26,5 milljónir punda. (Calciomercato)

Slaven Bilic, stjóri West Ham, segir að sóknarmaðurinn Andy Carroll (28) þurfi að sanna það að hann geti haldist heill ef hann vill nýjan samning við félagið. Carroll á tvö ár eftir af samningi sínum við Hamrana. (Daily Mail)

Stuðullinn á að Julian Draxler (24), vængmaður Paris St-Germain, fari í ensku úrvalsdeildina í janúar hefur lækkað hratt. (Daily Star)

Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur hvatt Jose Mourinho, stjóra Manchester United, til að kaupa miðjumanninn Andre Gomes (24) frá Barcelona næsta sumar. (Don Balon)

Gabriel Jesus (20) mun fá umtalsverða launahækkun hjá Manchester United aðeins níu mánuðum eftir að hann var keyptur frá Palmeiras á 27 milljónir punda. (Manchester Evening News)

Miðjumaðurinn Ruben Loftus-Cheek (21), sem er á láni hjá Crystal Palace frá Chelsea, segir að hann viti ekki hvort hann eigi framtíð hjá Chelsea. (Daily Star)

Sóknarmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang (28) segir að hann hafi aldrei alvarlega íhugað það í sumar að fara frá Borussia Dortmund í kínversku Ofurdeildina. (Daily Mail)

Real Madrid er í viðræðum um kaup á markverðinum Kepa Arrizabalaga (22) frá Athletic Bilbao. (Don Balon)

Mark Sampson íhugar að kæra enska knattspyrnusambandið eftir að hann var rekinn sem landsliðsþjálfari Englands. (Times)

Cristiano Ronaldo vill að Gareth Bale verði á bekknum hjá Real Madrid fyrir Marco Asensio (21). (Daily Express)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, fór út að borða með leikmönnum sínum og stjórnarformanninum Daniel Levy í vikunni. Pochettino borgaði reikninginn. (Guardian)

Nigel Pearson segist vera búinn að grafa stríðsöxina ásamt tælenskum eigendum Leicester. Hann ákvað að taka að sér starf sem þjálfari hjá öðru félagi í þeirra eigu, belgíska B-deildarliðinu OH Leuven. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner