Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 23. september 2017 08:45
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
Reynir Leós: Galið ef annar hvor verður ekki þjálfari ÍA
Jói Kalli hefur verið orðaður við ÍA.
Jói Kalli hefur verið orðaður við ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynir Leósson, fyrrum leikmaður ÍA, sagði í Teignum á Stöð 2 Sport í gær að í sínum huga kæmu aðeins tveir til greina til að taka við ÍA og stýra liðinu í Inkasso-deildinni næsta sumar.

„Að mínu viti koma bara tveir til greina. Jón Þór Hauksson og Jóhannes Karl Guðjónsson. Ég held að annar hvor þeirra taki við liðinu eftir tímabilið," sagði Reynir.

„Jón Þór er efnilegur þjálfari og hefur staðið sig vel eftir að hann fékk tækifæri. Jói Kalli er að gera virkilega góða hluti (sem þjálfari HK) og að mínu viti væri galið ef annar hvor þeirra tekur ekki við."

Jón Þór var aðstoðarmaður Gunnlaugs Jónssonar en tók við liðinu í síðasta mánuði og var ráðinn út tímabilið. Jóhannes Karl hefur náð eftirtektaverðum árangri með HK sem hefur raðað inn sigrum upp á síðkastið.

Það varð staðfest í vikunni að ÍA félli í Inkasso-deildina.

„Þetta eru mikil vonbrigði en það er efniviður þarna. Það þarf að ná utan um þetta til að ná meiri stöðugleika og setja saman betra lið. Það verður spennandi verkefni fyrir þann sem tekur við liðinu að vinna úr þessu. Það eru aðstæður til staðar og fullt af krökkum þarna að æfa fótbolta," sagði Reynir í Teignum.
Athugasemdir
banner
banner
banner