Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   lau 23. september 2017 17:52
Hafliði Breiðfjörð
Róbert: Hjálpa Donna ef hann klárar þetta ekki sjálfur
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Það var skemmtilegt að enda þetta svona, það var á báðum áttum hvort við ættum að spila hér eða inni en við sjáum ekkert eftir því að hafa spilað hér," sagði Róbert Jóhann Haraldsson þjálfari Grindavíkur eftir að liðið sló frest á Íslandsmeistaratitil Þórs/KA með 3-2 sigri í dag.

„Það var blautt og smá gola, það bara fylgir því að búa á Íslandi. Bæði lið þurfa að spila í vindinum og bleytunni svo það er ekkert út á það að setja."

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 Þór/KA

Þór/KA hefði með sigri orðið Íslandsmeistari í dag en þurfa nú að bíða og reyna aftur í lokaumferðinni þegar þær mæta FH. Grindavík gæti reyndar orðið örlagavaldur í þeirri baráttu því aðeins Breiðablik gæti náð þeim og Grindavík fer í Kópavoginn í lokaumferðinni á fimmtudaginn.

„Ég og Donni (Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Þórs/KA) erum góðir vinir og ég hefði alveg fagnað með honum ef hann hefði unnið í dag. Ég vildi bara fá góðan leik hjá mínum stelpum og við skuldum okkur sjálfum að sýna tvo góða leiki í lokin. Við höfum skorað á móti öllum liðum í deildinni og náð stigum á móti öllum nema Val og Breiðablik. Það er einn leikur eftir og við ætlum að reyna að ná í stig á Kópavogsvöll og hjálpa Donna þá ef hann klárar þetta ekki sjálfur fyrir norðan."

Nánar er rætt við Róbert í sjónvarpinu hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner