Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. september 2017 12:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotland: Celtic hafði betur gegn Rangers
Mynd: Getty Images
Rangers 0 - 2 Celtic
0-1 Tom Rogic ('50)
0-2 Leigh Griffiths ('65)

Það var stórleikur í skosku úrvalsdeildinni í dag. Erkifjendurnir Rangers og Celtic áttust við á Ibrox-vellinum.

Þegar liðin mættust á Ibrox á síðasta tímabili vann Celtic 5-1 sigur, en það var í fyrsta sinn sem Celtic skorar fimm mörk á Ibrox.

Þeim tókst ekki að skora fimm mörk í dag, þeir létu sér það nægja að skora tvö mörk. Ástralinn Tom Rogic kom Celtic yfir á 50 mínútu og stundarfjórðungi síðar bætti Leigh Griffiths við öðru marki.

Þar við sat og 2-0 sigur Celtic staðreynd. Celtic er á toppi deildarinnar með 19 stig, þeir eru enn taplausir. Rangers er með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner