Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 23. september 2017 14:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Tryggvi Hrafn opnaði markareikninginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halmstad 2 - 1 Norrköping
1-0 A. Berntsson ('40)
2-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('51)
2-1 L. Wahlqvist ('88)

Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson opnaði markareikning sinn hjá sænska liðinu Halmstad í dag.

Tryggvi yfirgaf ÍA og fór til Halmstad í síðasta mánuði.

Í dag skoraði hann svo sitt fyrsta mark fyrir félagið þegar hann kom Halmstad í 2-0 gegn Norrköping í Íslendingaslag.

Höskuldur Gunnlaugsson spilaði líka með Halmstad í leiknum og hann lagði upp fyrra mark liðsins. Með Norrköping spiluðu Jón Guðni Fjóluson og Guðmundur Þórarinsson og þá kom annar Skagamaður, Arnór Sigurðsson, inn á sem varamaður hjá Norrköping.

Lokatölur í leiknum urðu 2-1, en Norrköping minnkaði muninn undir lokin. Halmstad kom sér af botninum með sigrinum, þeir eru núna með 17 stig, en Norrköping er í fimmta sæti með 40 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner