Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 23. september 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
UEFA refsar Everton, Hadjuk Split og Spartak Moskvu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enska liðið Everton, króatíska liðið Hadjuk Split og Spartak Moskva frá Rússlandi hafa öll fengið refsingu frá UEFA eftir hegðun stuðningsmanna í leikjum í Evrópudeildinni og Meistaradeildinni.

Á meðan Everton og Hadjuk Split mættust á Goodison Park áttust stuðningsmenn liðanna við. Leikurinn endaði 2-0 fyrir Everton.

Stuðningsmenn Everton köstuðu hlutum í stuðningsmenn Hadjuk og fyrir það fær Everton 8 þúsund punda sekt. Stuðningsmenn króatíska liðsins brugðust reiðir við því og reyndu hvað þeir gátu til að komast að stuðningsmönnum Everton.

Þeir réðust á öryggisverði, en það var ekki það eina sem þeir gerðu. Þeir fóru líka illa með sæti á Goodison Park.

Fyrir það fær Hadjuk sekt upp á rúmlega 35 þúsund pund. Króatíska liðið þarf auk þess að greiða Everton fyrir sætin sem eyðilögðust.

Það er þó Spartak Moskva sem fær hæstu sektina, 53 þúsund pund. Sektina fær rússneska liðið eftir að blysum var skotið í átt að dómara í leik félagsins í Meistaradeildinni gegn Maribor.

Spartak fær þá enga miða til sölu fyrir næsta útileik sinn í Meistaradeildinni, gegn Sevilla.

Köln og Arsenal fengu líka ákæru frá UEFA eftir leik liðanna í Evrópudeildinni, en um 20 þúsund stuðningsmenn þýska félagsins mættu til London á leikinn þrátt fyrir að Köln hafi einungis fengið 2900 miða á hann. Leiknum var frestað um meira en klukkutíma.

UEFA ætlar að fara aðeins betur yfir það sem gerðist þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner