fim 23. október 2014 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Andy Carroll gæti snúið aftur eftir nokkrar vikur
Andy Carroll var keyptur til Hamranna á 15 milljónir punda.
Andy Carroll var keyptur til Hamranna á 15 milljónir punda.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce býst við að Andy Carroll snúi aftur í lið West Ham eftir tvær til þrjár vikur.

Hinn 25 ára gamli Carroll hefur ekki enn spilað á tímabilinu eftir að hafa rifið liðbönd í ökkla á undirbúningstímabilinu.

Carroll er aðeins búinn að byrja 12 úrvalsdeildarleiki síðan hann kom til Upton Park fyrir 16 mánuðum.

,,Þetta hefur verið langt og erfitt fyrir Andy. Vonandi mun hann skipta sköpum þegar hann snýr aftur í liðið," sagði Stóri Sam.

,,Þetta verða tvær til þrjár vikur ef allt fer á besta veg. Við viljum að hann nái sér fullkomlega af meiðslunum og ætlum ekki að flýta fyrir komu hans."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner