Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. október 2014 11:25
Magnús Már Einarsson
Arnþór Ari fer í FH, KR eða Breiðablik
Arnþór Ari hress með Ragga Bjarna.
Arnþór Ari hress með Ragga Bjarna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ari Atlason er eftirsóttur þessa dagana en hann sagði upp samningi sínum hjá Fram á dögunum.

,,Ég hitti KR á eftir og ég er búinn að setjast niður með FH og Breiðabliki líka," sagði Arnþór Ari við Fótbolta.net í dag.

,,Ég býst við að eitt af þessum liðum verði fyrir valinu. Þetta eru mjög spennandi kostir. Mun meira spennandi en ég hefði haldi að kæmu upp á borðið. Þetta ætti að skýrast á næstu dögum."

Fleiri félög hafa einnig sýnt áhuga en þar á meðal er Víkingur. Arnþór ákvað að hafna tilboði þeirra.

,,Víkingur var góður kostur og var inni í myndinni lengi. Þeir eru í Evrópukeppninni og það er góð stefna hjá þeim en ég hef ákveðið að skoða þessi þrjú lið."

Arnþór Ari er 21 árs miðjumaður en hann kom til Fram frá uppeldisfélagi sínu Þrótti fyrir ári síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner