fim 23. október 2014 13:07
Magnús Már Einarsson
Bjarni Guðjóns í viðræðum við KR
Bjarni í leik með KR í fyrra.
Bjarni í leik með KR í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson mun að öllum líkindum taka við þjálfun KR ef Rúnar Kristinsson semur við Lilleström í Noregi.

Samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net hefur Bjarni átt í viðræðum við KR um að taka við liðinu.

Bjarni gekk í raðir KR frá ÍA árið 2008 en hann er í miklum metum hjá félaginu. Bjarni var fyrirliði KR en hann varð bæði Íslands og bikarmeistari á ferli sínum hjá félaginu.

Bjarni lagði skóna á hilluna fyrir ári síðan þegar hann tók við þjálfun Fram. Hann hætti sem þjálfari Fram í síðustu viku en liðið féll úr Pepsi deildinni í sumar.

Fastlega er gert ráð fyrir að Rúnar Kristinsson muni taka við þjálfun Lillestrom þegar Magnus Hauglund hættir með liðið eftir tímabilið.

Rúnar hefur ekki ennþá fengið formlegt tilboð frá Lilleström en forráðamenn félagsins hafa óskað eftir að fá að funda með honum.

Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari KR, gæti fylgt Rúnari til Noregs en Guðmundur Benediktsson fyrrum leikmaður KR er orðaður við aðstoðarþjálfarastarfið eins og Úlfur Blandon sem var aðstoðarmaður Bjarna hjá KR. Þeir gætu mögulega komið báðir inn í teymi Bjarna.
Athugasemdir
banner
banner
banner