fim 23. október 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Olympiakos í sjöunda himni eftir sigur á Juventus
Olympiakos sigraði Atletico Madrid 3-2 og lagði Juventus 1-0 á heimavelli.
Olympiakos sigraði Atletico Madrid 3-2 og lagði Juventus 1-0 á heimavelli.
Mynd: Getty Images
Evangelos Marinakis, forseti Olympiakos, er í sjöunda himni eftir sigur gríska félagsins á Juventus í Meistaradeild Evrópu.

Olympiakos er búið að vinna báða heimaleikina sína í riðlinum eftir að hafa lagt stórlið Atletico Madrid af velli í fyrstu umferð.

Félagið tapaði þó óvænt fyrir Malmö í Svíþjóð og er því jafnt Atletico á toppi riðilsins á meðan Malmö og Juventus eru með þrjú stig hvort.

,,Þetta er sögulegur sigur og það er gaman að sjá sjálfstraust leikmanna á vellinum skila sér í jákvæðum úrslitum," sagði Marinakis við vefsíðu Olympiakos.

,,Þetta er það sem við sækjumst eftir, að leikmennirnir okkar séu samkeppnishæfir í stórleikjum. Leikurinn í dag var stórkostlegur, hann var fullkominn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner