Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. október 2014 22:03
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Reynis 
Hafsteinn og Hjörtur taka við Reyni (Staðfest)
Hafsteinn Rúnar og Hjörtur.
Hafsteinn Rúnar og Hjörtur.
Mynd: Reynir Sandgerði
Hjörtur Fjeldsted og Hafsteinn Rúnar Helgason hafa tekið við þjálfun Reynis frá Sandgerði.

Reynir Sandgerði féll úr 2. deildinni í sumar en eftir tímabilið hætti Egill Atlason sem þjálfari.

,,Það gleður stjórn Knattspyrnudeildar Reynis að tilkynna það að Hjörtur Fjeldsted og Hafsteinn Rúnar Helgason hafa skrifað undir samning um þjálfun meistaraflokks karla til næstu 3ja ára. Hjört og Hafstein ættu allir Reynismenn að kannast við," segir á heimasíðu Reynis.

Hjörtur er 34 ára Keflvíkingur sem verið hefur viðloðandi knattspyrnuna í Sandgerði frá árinu 2004, ýmist sem leikmaður eða þjálfari. Hann á að baki 144 leiki með Reyni. Hjörtur hefur undanfarin ár þjálfað í yngri flokkum félagsins og var einnig nú í sumar Agli Atlasyni til aðstoðar við þjálfun meistaraflokks.

Hafsteinn er 29 ára Sandgerðingur sem lék síðast með Reyni árið 2007. Hafsteinn á að baki 101 leik með Reyni. Hafsteinn, sem er vinstri bakvörður, mun leika með Reyni næsta sumar auk þess að þjálfa liðið. Undanfarin ár hefur Hafsteinn leikið með BÍ/Bolungarvík og Stjörnunni þar áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner