Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 23. október 2014 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hodgson: Hræðilegt að sjá meðferðina á Sterling
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englendinga, er ekki sáttur með þá orðróma sem eru að reyna að skapa illindi á milli Raheem Sterling og þjóðarinnar.

Sterling var hvíldur í 1-0 sigri Englendinga á Eistum í undankeppni EM í september eftir að hafa kvartað undan þreytu vegna mikils leikjaálags.

Fjölmiðlar gagnrýndu beiðni Sterling harkalega og voru alls konar sögusagnir og ásakanir komnar á kreik samdægurs.

,,Mér finnst hræðilegt að sjá svona meðferð á hinum unga Raheem Sterling," sagði Hodgson við fjölmiðlafræðinemendur í Cambridge háskólanum.

,,Það hentar ákveðnu fólki að það sé talað illa um leikmanninn, en hann verður bara sterkari fyrir vikið.

,,Ég hef verið mjög heppinn með það að frá því að ég tók við landsliðinu hefur enginn reynt að taka leikmann úr landsliðshópnum.

,,Fréttamenn vilja oft sjá dramatík og rifrildi og reyna sitt besta til að ýta undir svoleiðis. Þetta er allt mjög einfalt mál. Sterling sagðist vera þreyttur, og mér fannst ekkert mál að hvíla hann."


Hér má sjá slúðurfrétt The Sun um ástæðu þess að Raheem Sterling var of þreyttur fyrir leikinn gegn Eistlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner