Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 23. október 2014 18:29
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Ingimundur Níels yfirgefur FH - Víkingur vill fá hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Ingimundur Níels Óskarsson er á förum frá FH eftir tvö ár hjá félaginu. Þetta kemur fram á vefsíðunni 433.is.

Þar segist Ingimundur hafa heyrt í Fylki og Víkingi en félögin hafa áhuga á að fá hann í sínar raðir.

Ingimundur skoraði fjögur mörk í 20 leikjum fyrir FH í Pepsi-deildinni í sumar en liðið endaði í öðru sæti.

Hann kom frá Fylki þar sem hann lék 2008-2012 en þar á undan var hann hjá KR.

Ingimundur sagði við Fótbolta.net í gær að hann reiknaði með að vera áfram hjá FH en hann væri á leið til fundar með félaginu. Niðurstaða þess fundar var hinsvegar sú að hann myndi ekki vera áfram hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner