fim 23. október 2014 21:22
Ívan Guðjón Baldursson
Kane: Frábært kvöld þar til ég var látinn í markið!
Harry Kane fékk bros frá dómarahópnum eftir leikinn, enda setti hann þrennu og fór í markið.
Harry Kane fékk bros frá dómarahópnum eftir leikinn, enda setti hann þrennu og fór í markið.
Mynd: Getty Images
Harry Kane var himinlifandi með 5-1 stórsigur Tottenham gegn Asteras Tripolis í toppslag C-riðils Evrópudeildarinnar.

Sóknarmaðurinn skoraði þrennu í leiknum en þurfti að setja markmannshanskana á sig þegar Hugo Lloris var rekinn af velli á 87. mínútu.

Fyrsta verkefni Kane var að vera á milli stanganna meðan gestirnir tóku aukaspyrnu og fór það svo að Kane missti skoppandi boltann undir sig og í netið.

,,Þetta var frábært kvöld... þar til ég var látinn í markið! Ég var ekki sá besti á milli stanganna, held ég láti markverðina um þetta héðan í frá," sagði Kane brosandi eftir leikinn.

,,Mér finnst gaman í marki, en þegar ég sá aukaspyrnuna skoppa til mín var ég ekkert alltof glaður.

,,Ég hef séð Erik Lamela skora svona mark á æfingu, hann hefur þennan hæfileika. Það er frábært að sjá hann gera svona í stórleik."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner