Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 23. október 2014 15:50
Magnús Már Einarsson
Heimild: Víkurfréttir 
Keflvíkingar vongóðir um að semja við Guðjón Árna
Guðjón Árni Antoníusson.
Guðjón Árni Antoníusson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar eru vongóðir um að fá Guðjón Árna Antoníusson í sínar raðir frá FH.

Samningur Guðjóns hjá FH er að renna út og Keflvíkingar vilja fá hann aftur í sínar raðir. Hólmar Örn Rúnarsson er á leið í Keflavík frá FH en hann mun skrifa undir á næstu dögum. Keflvíkingar vonast til að klófesta Guðjón Árna einnig.

,,Ég er vongóður um að Guðjón komi en við höfum þegar rætt við hann," sagði Þorsteinn Magnússon formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur við Víkurfréttir í dag.

„Ég er bara í viðræðum við FH um nýjan samning og ætla að sjá hvað kemur út úr því," sagði Guðjón sjálfur við við Fótbolta.net fyrr í vikunni.

Guðjón Árni sem er fæddur 1983 gekk í raðir FH fyrir tímabilið 2012 en hann lék aðeins sex leiki í Pepsi-deildinni í sumar vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner