Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 23. október 2014 15:34
Elvar Geir Magnússon
Norskur blaðamaður: Þetta er mjög niðurlægjandi
Mímir Kristjánsson.
Mímir Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mímir Kristjánsson er blaðamaður hjá fótboltablaðinu Josimar í Noregi. Hann er á Íslandi þessa dagana til að kynna sér íslenska fótboltann fyrir grein sem mun birtast í næsta tölublaði.

,,Það er auðvelt að gleyma hversu lítið Ísland er. Í Noregi var fólk að hlæja hversu lítið land Malta er eftir að við unnum þá 3-0. Það búa 550 þúsund þar og það er næstum tvöfalt meira en á Íslandi. Ísland vinnur Noreg, Holland og Tyrklandi og það yrði stórt kraftaverk ef liðið fer áfram á EM." sagði Mímir við Fótbolta.net í dag.

Íslenska landsliðið er í 28. sæti á nýjum heimslista FIFA en Norðmenn eru á sama tíma í 68. sæti. ,,Það er mjög niðurlægjandi að 320 þúsund manns geti gert svona mikið betur en við," sagði Mímir og bendir á að Norðmenn vilji læra af Íslandi.

,,Mikið af fólki í Noregi vill læra af því sem Ísland hefur gert. Þetta er ein stærsta fréttin í Noregi núna, hvað Ísland hefur gert til að ná árangri. Ég held að menn frá norska knattspyrnusambandinu muni koma hingað til að læra hvernig svona lítil þjóð getur staðið sig vel á stóra sviðinu."

,,Norðmenn geta lært af Íslandi, sérstaklega hvað varðar menntun þjálfara í yngri flokkum. Þetta er öðruvísi hér en í Noregi þar sem við erum með fótboltapabba sem hafa enga menntun þjálfa liðin. Margir þeir eru góðir en margir þeirra eru slæmir."

Íslenskir leikmenn hafa staðið sig vel í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

,,Mitt lið Viking hefur verið með fimm Íslendinga í liðinu og sá sem er í mestu uppáhaldi hjá mér er Sverrir Ingason. Hann hefur spilað mjög vel og mun líklega fara í stærra félag á einhverjum tímapunkti. Við erum líka hissa á Jóni Daða sem er góður með landsliðinu ykkar en miðlungsmaður með Viking."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner