Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 23. október 2014 13:23
Magnús Már Einarsson
Rodgers: Balotelli er að leggja sig mjög vel fram
Mario Balotelli á æfingu.
Mario Balotelli á æfingu.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segist skilja af hverju Mario Balotelli hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.

Balotelli hefur einungis skorað eitt mark síðan hann kom frá AC Milan í sumar og í gær var hann tekinn af velli í hálfleik gegn Real Madrid.

,,Gagnrýnin kemur þegar liðið er ekki að spila vel og það þarf að taka því," sagði Rodgers á fréttamannafundi í dag.

,,Strákurinn er að leggja sig mjög vel fram. Við eigum eftir að sjá hvernig honum gengur til lengri tíma. Þegar hann er að reyna sitt besta þá get ég ekki beðið um meira. Hvort það besta sé nægilega gott er eitthvað sem við eigum eftir að sjá."

Balotelli hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að skipta á treyju við Pepe í hálfleik í gær en Rodgers segist hafa rætt við ítalskann um menninguna í enska fótboltanum, hvað má gera og hvað má ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner