Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. október 2014 13:30
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið vikunnar í Meistaradeildinni - Luiz Adriano
Luiz Adriano skoraði fimm í einum leik í Meistaradeildinni. Hann komst ekki í landsliðshóp Brasilíu á HM í sumar.
Luiz Adriano skoraði fimm í einum leik í Meistaradeildinni. Hann komst ekki í landsliðshóp Brasilíu á HM í sumar.
Mynd: Getty Images
Karim Benzema er með þetta.
Karim Benzema er með þetta.
Mynd: Getty Images
Þriðja umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar var leikin í vikunni. Maður vikunnar er klárlega Luiz Adriano sem jafnaði met Lionel Messi með því að skora fimm mörk í einum leik. Það var mikill fjöldi marka skoraður í vikunni en hér má sjá úrvalsliðið sem Goal.com valdi.

Markvörður: Roberto (Olympiakos)
Var frábær þegar gríska liðið gerði sér lítið fyrir og vann Olympiakos.

Hægri bakvörður: Giulio Donati (Bayer Leverkusen)
Skoraði mark og var einnig öflugur gegn Zenit.

Miðvörður: Luisao (Benfica)
Sá til þess að lið sitt næði stigi gegn Monaco þrátt fyrir að leika manni færri.

Miðvörður: John Terry (Chelsea)
Leiðtoginn stóð fyrir sínu og rúmlega það gegn Maribor.

Vinstri bakvörður: Arthur Masuaku (Olympiakos)
Var sem kóngur í vinstri bakverðinum þegar Olympiakos lagði Juventus.

Miðjumaður: Philipp Lahm (Bayern München)
Stýrði umferðinni þegar Bayern tætti Roma í sig.

Miðjumaður: Koke (Atletico Madrid)
Hélt sýningu gegn Malmö, skoraði fyrsta markið og lagði svo tvö upp í 5-0 sigri.

Hægri kantur: Pierre-Emerick Aubameyang (Dortmund)
Átti glæsilegan leik í 4-0 sigri gegn Galatasaray. Marco Reus hefði vel getað verið í úrvalsliðinu líka.

Vinstri kantur: Arjen Robben (Bayern München)
Skoraði tvisvar og lagði upp eitt þegar Bæjarar slátruðu Rómverjum.

Sóknarmaður: Karim Benzema (Real Madrid)
Skoraði tvö mörk og átti þátt í markinu hans Cristiano Ronaldo í 3-0 sigrinum gegn Liverpool.

Sóknarmaður: Luiz Adriano (Shakhtar Donetsk)
Annar leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að skora fimmu í leik, gerði það í 7-0 sigri gegn BATE Borisov.

Sjá einnig:
Úrvalslið 2. umferðarinnar
Úrvalslið 1. umferðarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner