Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 23. október 2014 11:06
Magnús Már Einarsson
Warnock ákærður fyrir ummæli sín
Neil Warnock.
Neil Warnock.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, stjóri Crystal Palace, hefur fengið ákæru frá enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín eftir tapið gegn Chelsea um helgina.

Craig Pawson dómari leiksins rak Damien Delaney af velli í fyrri hálfleik eftir að hann fékk sitt annað gula spjald.

,,Hálft Chelsea liðið umkringdi dómarann. Mér fannst þeir hafa áhrif á hann á köflum í dag en hann er ungur er það ekki? Þetta fylgir reynslunni hugsa ég," sagði Warnock.

,,Hann hefur átt betri dag. Það má ekki taka neitt frá okkur. Við spiluðum mjög vel."

Warnock bannaði leikmönnum sínum að þakka dómaranum fyrir leikinn eftir leik þar sem hann óttaðist að hann myndi spjalda fleiri leikmenn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner