Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. október 2016 11:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Byrjunarlið City og Southampton: Kompany kominn til baka
Vincent Kompany
Vincent Kompany
Mynd: Getty Images
Manchester City og Southampton mætast í fyrri leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leikurinn hefst kl 12:30.

City vann tíu fyrstu leiki sína undir stjórn Pep Guardiola en síðan þá hafa tekið við fjórir leikir án sigurs í öllum keppnum. Liðið er í 3. sæti fyrir leik, einu stigi á eftir Arsenal og LIverpool en getur endurheimt toppsætið með sigri.

Southampton hefur verið á fínu róli en þeir eru í 8. sæti, með 12 stig.

Það er ekki mikið sem kemur á óvart í byrjunarliðunum, annað en það að Vincent Kompany er kominn til baka eftir meiðsli. Vonum að hann nái að klára leikinn í dag.

Byrjunarlið Manchester City:
Bravo, Stones, Kompany (C), Kolarov, Fernandinho, Gundogan, Silva, De Bruyne, Sterling, Sane, Aguero

Byrjunarlið Southampton:
Forster, Clasie, Fonte, Davis, Austin, Tadic, Romeu, Tadic, Martina, Van Dijk, Redmond, McQueen
Athugasemdir
banner
banner