sun 23. október 2016 16:53
Jóhann Ingi Hafþórsson
England: Mourinho niðurlægður á gamla heimavellinum
Eden Hazard fagnar marki sínu í dag.
Eden Hazard fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Chelsea 4 - 0 Manchester Utd
1-0 Pedro ('1 )
2-0 Gary Cahill ('21 )
3-0 Eden Hazard ('62 )
4-0 N'Golo Kante ('70 )

Chelsea fékk Manchester United í heimsókn á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Jose Mourinho fór þá í fyrsta skipti á Stamford Bridge sem stjóri annars liðs en Chelsesa í ensku úrvalsdeildinni. Sú heimsókn fór vægast sagt ekki vel fyrir hann.

Chelsea gjörsamlega valtaði yfir Jose og lærisveina hans en þetta er stæsta tap Jose Mourinho í ensku úrvalsdeildinni. Pedro gaf tóninn strax í byrjun með marki eftir aðeins 29 sekúndur þegar hann nýtti sér misskilning hjá Chris Smalling og David de Gea og skoraði í autt markið.

Það var bara byrjunin því Gary Cahill tvöfaldaði forskotið með skoti úr teignum eftir hornspyrnu. Chelsea hélt áfram að vera betri aðilinn en staðan í leikhléi var 2-0 og Chelsea miklu, miklu betra.

Svipað var uppi á teningnum í seinni hálfleik og Chelsea kláraði dæmið með mörkum frá Eden Hazard og N'Golo Kante með stuttu millibili um miðjan seinni hálfleikinn. Eftir það gat Chelsea leyft sér að slaka á en 4-0 sigur Chelsea var staðeynd og sannkölluð niðurlæging í endurkomu Mourinho á Stamford Bridge.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner