Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. október 2016 19:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Enn eitt dauðsfallið tengt við HM í Katar
Svona mun völlurinn líta út er hann er klár.
Svona mun völlurinn líta út er hann er klár.
Mynd: Getty Images
Maður sem vann að því að smíða völl í Katar fyrir HM 2022 hefur látið lífið við störf sín.

Hann hafði verið að vinna að velli í Al Wakrah, borg í austur Katar.

Ekki hefur komið fram hvað það var sem dró manninn til dauða en hann var við vinnu á vellinum þegar að eitthvað skeði.

Vinnuaðstæður á völlunum í Katar hefur fengið mikla gagnrýni en mönnum er nánst haldið í þrælabúðum til að gera vellina klára áður en mótið fer af stað.

Margir eru ósáttir með að mótið fari fram í Katar vegna þess og umræður hafa vaknað um að það eigi að færa mótið.
Athugasemdir
banner
banner