banner
   sun 23. október 2016 12:25
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ítalía: Emil spilaði í mjög mikilvægum sigri
Emil Hallfreðsson
Emil Hallfreðsson
Mynd: Getty Images
Udinese 3 - 1 Pescara
1-0 Cyril Thereau ('9 , víti)
2-0 Cyril Thereau ('71 )
2-1 Alberto Aquilani ('74 )
3-1 Duvan Zapata ('90 , víti)

Emil Hallfreðsson og félagar í Udinese unnu mikilvægan sigur á Pescara í ítölsu Serie A í dag.

Fyrir leikinn var Udinese aðeins einu stigi frá fallsætunum en Udinese fer upp í 15. sæti með sigrinum.

Emil kom inná í stöðunni 1-0 en skömmu síðar skoraði Cyril Thereau sitt annað mark og kom Udinese í 2-0. Alberto Aquilani, fyrrum leikmaður Liverpool minnkaði muninn fyrir Pescara skömmu síðar.

Duvan Zapata gulltryggði Udinese svo góðan sigur úr vítaspyrnu í uppbótartíma en Emil kom inná á 63. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner