banner
   sun 23. október 2016 20:49
Kristófer Kristjánsson
Ítalía: Roma skaut sér upp í annað sætið
Dzeko og Salah settu sitthvort markið í stórsigri Roma
Dzeko og Salah settu sitthvort markið í stórsigri Roma
Mynd: Getty Images
Síðustu tveim leikjum dagsins í ítalska boltanum er lokið.

Bologna og Sassuolo gerðu 1-1 jafntefli eftir að Alessandro Matri jafnaði í blálokin fyrir gestina. Úrslitin þýða að bæði lið halda áfram að sigla lygnan sjó um miðja deild.

Rómverjar gerðu sér hinsvegar lítið fyrir og skelltu Palermo, sem situr í fallsæti, 4-1. Mohamed Salah, Edin Dzeko, Stephan El Shaarawy og Leandro Paredes voru allir á skotskónnum.

Með þessum úrslitum eru Roma komnir í annað sæti deildarinnar á markatölu, tveimur stigum frá toppliði Juventus sem tapaði í gær.

Bologna 1 - 1 Sassuolo
1-0 Simone Verdi ('10 )
1-1 Alessandro Matri ('86 )

Roma 4 - 1 Palermo
1-0 Mohamed Salah ('31 )
2-0 Leandro Paredes ('51 )
3-0 Edin Dzeko ('68 )
3-1 Robin Quaison ('80 )
4-1 Stephan El Shaarawy ('82 )

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner