sun 23. október 2016 10:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Rooney gæti farið til Kína
Wayne Rooney gæti yfirgefið Manchester United.
Wayne Rooney gæti yfirgefið Manchester United.
Mynd: Getty Images
Gleðilegan sunnudag og verið hjartanlega velkomin í slúður dagsins.

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool segir að Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði og goðsögn hjá félaginu sé alltaf velkominn til baka en Gerrard hefur gert sig líklegann til að yfirgefa LA Galaxy eftir leiktíðina. (Observer)

Manchester City ætlar að bjóða 20 milljónir punda í Cesc Fabregas, miðjumann Chelsea þegar félagsskiptaglugginn opnar á ný, í janúar. (Sun on Sunday)

Bayern Munchen ætlar sér að fá Romelu Lukaku, framherja Everon en hann gæti kostað þýska félagið 65 milljónir punda. (Sun on Sunday)

Gareth Bale mun á næstu dögum skrifa undir nýjan samning við Real Madrid. Samkvæmt nýja samningnum mun hann fá 350 þúsund pund á viku. ( Sunday Express)

Ferill Jack Wilshere hjá Arsenal er búinn eftir að hann var lánaður til Bournemouth en þetta segir Jamie Redknapp. (Sky Sports)

Arsenal gæti tekið ársmiða af ársmiðahöfum sem hafa ekki verið að mæta á leiki undanfarið en Emirates völlurinn hefur ekki verið fullur að undanförnu. (Sunday Telegraph)

Shangai SIPG og þjálfari þeirra, Sven-Göran Eriksson ætla að reyna fá Wayne Rooney í kínversku ofur-deildina. (Sunday Mirror)

Juventus hefur áhuga á að fá Thiago Silva, hafsent hjá PSG. (Rai)

Juventus want to sign Brazil centre-back Thiago Silva, 32, from French champions Paris St-Germain on a free transfer.(Rai, via Goal)

Manchester United gæti kallað til baka Cameron Borthwick Jackson úr láni sínu hjá Wolves en hann hefur ekki fengið að spila eins mikið og félagið vonaðist til. (Mail on Sunday)

Chelsea ætlar að bjóða Nathaniel Chabolah nýjan samning á næstu dögum. (Sunday Mirror)

Ronaldinho er 36 ára en hann er með þrjú samningstilboð í höndunum og mun ákveða sig, von bráðar. (O Jogo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner