Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. október 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Silva geti gert það sama og Pirlo fyrir Juventus
Silva gæti fært sig um set næsta sumar
Silva gæti fært sig um set næsta sumar
Mynd: Getty Images
Giuseppe Marotta, framkvæmdastjóri Ítalíumeistara Juventus, er á því að brasilíski varnarmaðurinn Thiago Silva geti haft sömu áhrif hjá Juventus og Andrea Pirlo gerði á sínum tíma.

Samningur Silva hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain rennur út eftir þetta tímabil, en hann hefur verið orðaður við Juventus upp á síðkastið.

Þeir hjá Juventus kannast við það að fá gæðaleikmenn sem eru án liðs eða eru að renna út á samningi eftir að hafa til að mynda fengið Pirlo frá keppinautunum í AC Milan árið 2011.

„Thiago Silva er magnaður leikmaður, en ég veit ekki hvað PSG ætlar að gera í framtíðinni," sagði Marotta við Rai.

„Þetta gæti verið tækifæri fyrir okkur eins og við áttum áður með Pirlo. Leikmaður sem margir telja að sé "búinn", en reyndist vera frábær fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner