Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 23. október 2016 17:12
Elvar Geir Magnússon
Stærsta tap Mourinho - Þurrkatímabil hjá Zlatan
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
4-0 tap Manchester United gegn Chelsea í dag var stærsta tap Jose Mourinho á stjóraferli hans í ensku úrvalsdeildinni.

Þá var þetta aðeins annar leikurinn þar sem lið undir hans stjórn í deildinni fær fjögur mörk eða fleiri á sig í deildinni en hann tapaði 5-3 með Chelsea fyrir Tottenham í fyrra.

Tapið í dag var þó ekki stærsta tap Mourinho þegar horft er til allra keppna, hann tapaði 5-0 fyrir Barcelona sem stjóri Real Madrid 2010.

Annar maður sem á erfitt um þessar mundir er Zlatan Ibrahimovic. Sænski sóknarmaðurinn fór gríðarlega vel af stað á Englandi en hefur ekki náð að skora í fimm leikjum í röð. Það er hans mesta þurrkatímabil í sex ár, síðan hann lék fyrir AC Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner