Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. október 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Fenerbahce þurftu að skýla aðstoðardómaranum
Tveir leikmenn Fenerbahce sjást hér skýla aðstoðardómaranum frá smáhlutum.
Tveir leikmenn Fenerbahce sjást hér skýla aðstoðardómaranum frá smáhlutum.
Mynd: The Sun
Galatasaray gerði markalaust jafntefli við Fenerbahce er liðin mættust í grjóthörðum nágrannaslag í tyrknesku toppbaráttunni.

Fenerbahce náði ekki að koma skoti á rammann í leiknum en helsta atvik leiksins var þegar Younes Belhanda var rekinn af velli á 73. mínútu.

Belhanda fékk sitt seinna gula spjald vegna dýfu og voru stuðningsmenn Galatasaray langt frá því að vera sáttir með brottreksturinn, svo þeir létu það bitna á aðstoðardómaranum Tank Ongun.

Áhorfendur köstuðu öllu lauslegu í átt að línuverðinum sem neyddist til að krjúpa þegar hann var hæfður í höfuðið.

Leikmenn Fenerbahce sem voru nálægt hlupu til að skýla dómaranum frá fljúgandi drykkjum, fánum og kveikjurum meðan læknateymið gekk úr skugga um að allt væri með felldu svo leikurinn gæti haldið áfram.

Heimamenn áttu góðan leik og voru óheppnir að skora ekki. Nú eru þeir með sex stiga forystu á toppi deildarinnar eftir níu umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner