Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. október 2017 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe besti ungi leikmaður heims
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe hefur verið valinn efnilegasti leikmaður heims af ítalska blaðinu Tuttosport.

Verðlaunin eru mikils metin í knattspyrnuheiminum og eru Wayne Rooney, Paul Pogba og Lionel Messi meðal fyrrverandi sigurvegara.

Mbappe barðist við Gabriel Jesus og Ousmane Dembele um verðlaunin, sem aðeins leikmenn undir 21 árs aldri geta hlotið.

Mbappe var keyptur til PSG í sumar fyrir 180 milljónir evra og hefur skorað fjögur og lagt fjögur upp í ellefu leikjum á tímabilinu.

Fréttamenn um allan heim koma að vali listans, en Mbappe vann með nokkuð afgerandi mun.

1. Mbappe 291 atkvæði (PSG)
2. Dembele 149 (Barcelona)
3. Gabriel Jesus (Man City)
4. Marcus Rashford (Man Utd)
5. Gianluigi Donnarumma (Milan)
6. Christian Pulisic (Dortmund)
7. Kasper Dolberg (Ajax)
8. Emre Mor (Celta Vigo)
9. Federico Chiesa (Fiorentina)
10. Rodrigo Bentancur (Juventus)

2016 Renato Sanches
2015 Anthony Martial
2014 Raheem Sterling
2013 Paul Pogba
2012 Isco
2011 Mario Götze
2010 Mario Balotelli
2009 Alexandre Pato
2008 Anderson
2007 Sergio Agüero
2006 Cesc Fabregas
2005 Lionel Messi
2004 Wayne Rooney
2003 Rafael van der Vaart
Athugasemdir
banner
banner