Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. október 2017 10:00
Mist Rúnarsdóttir
Znojmo
Heimild: Tékkneska knattspyrnusambandið 
Þjálfari Tékka: Íslandi er með gæðalið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karel Rada þjálfari Tékka býst við erfiðum leik gegn Íslandi en vonast þó til að heimavöllurinn geti hjálpað tékkneska liðinu að ná sigri.

„Heimaleikur gegn Íslandi sem lék á Evrópumótinu í sumar verður ekki auðvelt verkefni. Íslenska liðið er kraftmikið gæðalið. Það er baráttuglatt og vel skipulagt. Við vonumst til að heimavöllurinn hjálpi okkur í að ná í 3 stig,“ sagði Karel.

„Við viljum fá sex stig út úr leikjunum við Slóveníu og Ísland en íslenska liðið er mjög erfiður andstæðingur og þær þykja sigurstranglegri,“ sagði Karel fyrir Slóveníuleikinn sem Tékkar unnu 4-0.

Þar á undan höfðu Tékkar unnið Færeyjar 8-0 í fyrsta leik undankeppninnar og tapað naumlega fyrir Þýskalandi í leik þar sem sjálfsmark tékkneska liðsins skildi liðin að.

Eins og er sitja Tékkar á toppi 5. riðils með 6 stig og 11 mörk í plús eftir 3 leiki. Bæði Ísland og Þýskaland eru einnig með 6 stig. Ísland hefur leikið tvo leiki er með 9 mörk í plús en Þýskaland með 6 mörk í plús og hefur leikið þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner