Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fös 23. nóvember 2012 10:56
Magnús Már Einarsson
Mark Hughes rekinn frá QPR (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mark Hughes, knattspyrnustjóri QPR, hefur verið rekinn úr starfi en félagið staðfesti þetta í dag.

QPR er án sigurs á botni ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að Hughes hafi verið duglegur að fá leikmenn til sín síðastliðið sumar.

Eftir 3-1 tap gegn Southampton um síðustu helgi var talið að Hughes myndi missa starfið og nú hefur það verið staðfest.

Mark Bowen og Eddie Niedzwiecki hafa tekið tímabundið við QPR en þeir munu stýra liðinu í leiknum gegn Manchester United á morgun.

Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, hefur langmest verið orðaður við stjórastöðuna hjá QPR að undanförnu en hann hefur ekki verið í stjórastarfi síðan hann yfirgaf Spurs í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner