Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. nóvember 2014 14:54
Elvar Geir Magnússon
Danmörk: Lærisveinar Ólafs án sigurs sex leiki í röð
Afar mikilvægur sigur Ara og félaga
Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason.
Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason og félagar í OB fögnuðu sigri gegn Nordsjælland 1-0 í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Ari sem er fyrirliði OB spilaði í vinstri bakverði í leiknum en Georgíumaðurinn Vladimir Dvalishvili skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir OB sem lyfti sér upp úr fallsæti.

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Nordsjælland sem hefur gefið eftir í deildinni eftir góða byrjun. Liðið er nú í sjötta sæti eftir að hafa leikið sex leiki í röð án þess að vinna sigur.

Bakvörðurinn ungi Adam Örn Arnarson lék sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni en hann lék allan leikinn í hægri bakverðinum hjá Nordsjælland.
Athugasemdir
banner
banner
banner