sun 23. nóvember 2014 17:52
Brynjar Ingi Erluson
England: Eriksen hetja Tottenham gegn tíu leikmönnum Hull
Gaston Ramirez sparkar í Jan Vertonghen og fær að líta rauða spjaldið
Gaston Ramirez sparkar í Jan Vertonghen og fær að líta rauða spjaldið
Mynd: Getty Images
Jake Livermore fagnaði ekki gegn Tottenham
Jake Livermore fagnaði ekki gegn Tottenham
Mynd: Getty Images
Hull City 1 - 2 Tottenham
1-0 Jake Livermore ('8 )
1-1 Harry Kane ('61 )
1-2 Christian Eriksen ('90 )
Rautt spjald:Gaston Ramirez, Hull City ('50)

Tottenham Hotspur lagði Hull City að velli með tveimur mörkum gegn einu í ensku úrvalsdeildinni í dag. Rauða spjald Gaston Ramirez í byrjun síðari hálfleiks reyndist vendipunktur leiksins.

Heimamenn voru töluvert betri í fyrri hálfleik og skilaði það árangri strax á 8. mínútu leiksins er Jake Livermore skoraði með hnitmuðu skoti fyrir utan teig.

Livermore er uppalinn hjá Tottenham og kaus því að fagna ekki markinu. Staðan í hálfleik því 1-0 Hull í vil.

Gaston Ramirez var rekinn af velli á 50. mínútu leiksins fyrir að sparka í Jan Vertonghen og við það breyttist leikurinn.

Tottenham nýtti sér liðsmuninn og sótti stíft en það bar árangur ellefu mínútum síðar er Harry Kane jafnaði metin. Christian Eriksen átti þá hörkuskot úr aukaspyrnu en Kane tók frákastið og skoraði.

Hull mátti þola mikla pressu undir lok leiksins og leit út fyrir að liðið færi með stig með sér heim en Eriksen hélt þó ekki. Hann smellhitti boltann fyrir utan teig og 1-2 sigur Tottenham því staðreynd.

Tottenham fer upp í tíunda sæti með sigrinum en liðið er með 17 stig á meðan Hull er í sextánda með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner