Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. nóvember 2014 20:54
Brynjar Ingi Erluson
Gundogan: Dortmund kom í veg fyrir að ég færi til Madrid
Mynd: Getty Images
Ilkay Gundogan, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, segir að félagið hafi komið í veg fyrir að hann færi til Real Madrid.

Þýski landsliðsmaðurinn var einn eftirsóttasti leikmaður heims á síðasta ári eftir að Dortmund vann þýsku deildina og komst í úrslitaleik Meistaradeild Evrópu.

Bakmeiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Gundogan en hann hefur lítið spilað síðustu átján mánuði og missti hann meðal annars af HM í Brasilíu í sumar vegna meiðslanna.

Gundogan er þó ákveðinn í að koma sér í gang aftur en hann greindi frá því í dag að Dortmund hafi hafnað tilboði frá Real Madrid í hann á síðasta ári.

,,Real Madrid bauð í mig en Dortmund vildi ekki samþykkja það. Ég átti enn tvör ár eftir af samningnum við Dortmund," sagði Gundogan.

,,Meiðslin eyðilögðu plönin. Ég spilaði ekki í fjórtán mánuði en ég vil bæta upp fyrir það núna og ná árangri."

,,Ég mun einn daginn fara héðan og þá vil ég spila með stóru liði á Englandi eða Spáni,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner