sun 23. nóvember 2014 07:00
Fótbolti.net
ÍR og Leiknir mætast í minningarleik í dag
Hlynur Þór Sigurðsson varð bráðkvaddur 2009.
Hlynur Þór Sigurðsson varð bráðkvaddur 2009.
Mynd: Samsett
Breiðholtsliðin ÍR og Leiknir mætast í dag sunnudaginn 23. nóvember í árlegum minningarleik um Hlyn Þór Sigurðsson á Hertz-vellinum, heimavelli ÍR, klukkan 16:00.

Hlynur var 18 ára gamall þegar hann varð bráðkvaddur þann 25. nóvember 2009 á æfingu hjá ÍR, en hann iðkaði bæði knattspyrnu hjá félaginu ásamt því að þjálfa yngri iðkendur og gegna ýmsum sjálfboða störfum innan félagsins.

Hann gerði ekki bara marga frábæra hluti í þágu félagsins heldur var hann einnig virkur í félagslífi og duglegur námsmaður. Í byrjun sumars var haldið mót fyrir yngri flokka sem kallast Hlynsmót og er það orðið að árlegum viðburði. Mótið gekk frábærlega vel fyrir sig líkt og síðustu ár.

Frítt er inn á leikinn í dag en fólki er frjálst að gefa framlag í minningarsjóð Hlyns. Kt: 411209-0160 Banki: 0115-05-60550

Félögin hvetja sem flesta til þess að styrkja málefnið og um leið að sjá hörkuleik í Breiðholtinu í dag.

Aðstandendur minningarsjóðs Hlyns bjóða áhorfendur velkomna upp í hátíðarsal ÍR-heimilisins eftir leik til að þyggja súpu gegn vægu endurgjaldi.
Athugasemdir
banner
banner
banner