Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 23. nóvember 2014 16:31
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Cuadrado tryggði Fiorentina sigur á Hellas Verona
Emil Hallfreðsson spilaði með Hellas Verona gegn Fiorentina í dag.
Emil Hallfreðsson spilaði með Hellas Verona gegn Fiorentina í dag.
Mynd: Getty Images
Sex leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag en Fiorentina náði í þrjú stig gegn Hellas Verona og þá gerði Napoli jafntefli við Cagliari.

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Hellas Verona gegn Fiorentina en Gonzalo Rodriguez kom Fiorentina yfir á 16. mínútu áður en Nicolas Lopez jafnaði metin fyrir heimamenn.

Juan Cuadrado skoraði sigurmark Fiorentina á 62. mínútu leiksins. Emil var skipt af velli þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum en Verona er í tólfta sæti sem stendur með fjórtán stig.

Hörður Björgvin Magnússon sat allan tímann á varamannabekknum er Cesena gerði 1-1 jafntefli við Sampdoria í dag. Varnarmaðurinn sterki, Stefano Lucchini, kom Cesena yfir þegar um það bil hálftími var eftir af leiknum.

Rúmenski hægri bakvörðurinn, Constantin Nica, varð þó fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir og lokatölur því 1-1. Cesena er í nítjánda sæti með 8 stig.

Napoli gerði þá jafntefli við Cagliari, 3-3. Diego Farias í liði Cagliari reyndist liðinu mikilvægur en hann jafnaði tvisvar í leiknum og náði í stig fyrir gestina.

Úrslit og markaskorarar:

Cesena 1 - 1 Sampdoria
1-0 Stefano Lucchini ('60 )
1-1 Constantin Nica ('77 , sjálfsmark)

Verona 1 - 2 Fiorentina
0-1 Gonzalo Rodriguez ('16 )
1-1 Nicolas Lopez ('39 )
1-2 Juan Cuadrado ('62 )

Napoli 3 - 3 Cagliari
1-0 Gonzalo Higuain ('11 )
2-0 Gokhan Inler ('30 )
2-1 Victor Ibarbo ('38 )
2-2 Diego Farias ('47 )
3-2 Jonathan de Guzman ('62 )
3-3 Diego Farias ('67 )

Parma 0 - 2 Empoli
0-1 Matias Vecino ('45 )
0-2 Francesco Tavano ('56 )

Torino 0 - 1 Sassuolo
0-0 Juan Sanchez Mino ('30 , Misnotað víti)
0-1 Antonio Floro Flores ('87 )

Udinese 1 - 1 Chievo
1-0 Antonio Di Natale ('45 )
1-1 Ivan Radovanovic ('74 )

Athugasemdir
banner