Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 23. nóvember 2014 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Jafnt í grannaslagnum í Mílanó
Stephan El Shaarawy lagði upp mark Milan en tókst einnig að klúðra dauðafæri undir lokin
Stephan El Shaarawy lagði upp mark Milan en tókst einnig að klúðra dauðafæri undir lokin
Mynd: Getty Images
Milan 1 - 1 Inter
1-0 Jeremy Menez ('23 )
1-1 Joel Obi ('61

AC Milan og Internazionale gerðu 1-1 jafntefli í ítölsku deildinni í kvöld en boðið var upp á nágrannaslag af bestu gerð á San Siro.

Roberto Mancini snéri aftur sem þjálfari Inter í vikunni eftir að hafa þjálfað hjá bæði Manchester City og Galatasaray og mátti því búast við hörkuleik en Inter liðið hafði ekki leikið vel undir stjórn Walter Mazzarri.

Franski vængmaðurinn Jeremy Menez kom Milan yfir á 23. mínútu leiksins eftir sendingu frá Stephan El Shaarawy. Menez kláraði glæsilega innanfótar og átti Samir Handanovic ekki möguleika á að verja skotið.

Það var lítið um færi í fyrri hálfleiknum og var næsta hættulega færi leiksins einfaldlega jöfnunarmark Inter. Nígeríski miðjumaðurinn Joel Obi gerði markið en hann lét þá vaða rétt fyrir utan teig og í netið.

Stephan El Shaarawy var hársbreidd frá því að koma Milan yfir þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir. Hann komst í gegn en skot hans fór í slá.

Mauro Icardi fékk svo gullið tækifæri hinum megin á vellinum en skot hans fór einnig í slá eftir laglega fyrirgjöf Fredy Guarin.

Fleiri urðu mörkin ekki á San Siro í kvöld og lokatölur því 1-1. Bæði lið ganga líklega sátt frá leiknum með stig en Milan er í sjöunda sæti með 18 stig á meðan Inter er í níunda sæti með 17 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner