Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. nóvember 2014 11:16
Arnar Geir Halldórsson
Luis Enrique: Messi er besti leikmaður sögunnar
Það er nokkuð ljóst hver er kóngurinn í Barcelona
Það er nokkuð ljóst hver er kóngurinn í Barcelona
Mynd: Getty Images
Lionel Messi varð í gær markahæsti leikmaður sögunnar í La Liga en kappinn gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 5-1 sigri á Sevilla.

Einhverjar sögusagnir voru um framtíð Messi í vikunni en Luis Enrique vildi ekki heyra á það minnst og hrósaði argentíska snillingnum í hástert.

,,Ég kýs að lifa í núinu og það er stórkostlegt að hafa besta leikmann sögunnar, að mínu mati, í liðinu okkar."

,,Ég ætla ekki að ræða einhverjar sögusagnir. Ég treysti því sem hann segir og við þurfum að einbeita okkur að því að bæta okkur og berjast um titla, því það er okkar markmið."
sagði Enrique.

Börsungar sitja í öðru sæti deildarinnar, tveim stigum á eftir erkifjendunum í Real Madrid. Luis Enrique hélt áfram að lofsama Messi.

,,Það eru forréttindi að fá að fylgjast með honum á hverjum degi. Hann getur enn komið á óvart með frábærri frammistöðu. Ég hef ekki séð neinn leikmann um ævina sem stenst samanburð við hann. Hann er einstakur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner