Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. nóvember 2014 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Messi: Bjóst ekki við að ég myndi slá metið
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, leikmaður Barcelona á Spáni, varð í gær markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi er hann gerði þrennu gegn Sevilla.

Messi var með 250 mörk í spænsku deildinni fyrir leikinn, þá einu marki á eftir Telmo Zarra sem lék árum áður með Athletic Bilbao og var þá hetja félagsins.

Messi jafnaði metið í gær með glæsilegri aukaspyrnu áður en hann sló metið þegar um það bil tuttugu mínútur voru eftir. Hann fullkomnaði svo leik sinn með þriðja marki sínu.

,,Þegar ég skoraði þetta mark þá trúði ég því ekki að ég gæti slegið þetta met, þá sérstaklega met sem Telmo Zarra átti," sagði Messi.

,,Mér hefði aldrei tekist þetta án þess að fá stuðning frá fólki í Barcelona og ég vil tileinka þeim öllum þetta afrek. Takk fyrir að vera með mér og þá vil ég líka tileinka fólkinu sem er ekki lengur með okkur hér. Ég mun aldrei gleyma ykkur!," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner