Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 23. nóvember 2014 14:45
Arnar Geir Halldórsson
Mourinho biður menn um að halda sig á jörðinni
Mourinho veit hvað hann syngur
Mourinho veit hvað hann syngur
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, varar sína menn við að fagna of snemma og segir enn langt í land.

Chelsea er með örugga forystu á toppi deildarinnar og virðist ekkert geta komið í veg fyrir að liðið vinni deildina sannfærandi í ár. Portúgalinn eldhressi er þó var um sig.

,,Aðeins John Terry og Didier Drogba hafa unnið eitthvað með Chelsea, enginn annar í liðinu," sagði Mourinho sem virðist hafa gleymt Petr Cech um stundarsakir.

,,Þessir strákar verða að vinna eitthvað ef þeir vilja teljast frábært lið. Þetta snýst um að vinna, ekki að spila flottan fótbolta eða verða haustmeistarar. Þegar þeir vinna alvöru titla getum við farið að bera liðið saman við önnur meistaralið."

Mourinho gagnrýndi stuðningsmenn liðsins eftir leik gegn QPR um daginn en hann baðst afsökunar á því og þakkaði veittan stuðning.

,,Andrúmsloftið á vellinum stórbatnaði. Mér er borgað fyrir að vinna leiki, ekki fyrir að gagnrýna stuðningsmennina. Ég sé á eftir ummælum mínum um daginn, en munurinn frá síðasta leik er ótrúlegur." sagði Mourinho að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner