Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. nóvember 2014 17:05
Brynjar Ingi Erluson
Neil Warnock: Þetta var frammistaða að hætti Warnock
Neil Warnock
Neil Warnock
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, knattspyrnustjóri Crystal Palace á Englandi, var stoltur af liðinu eftir 3-1 sigur liðsins á Liverpool í dag.

Heimamenn í Palace byrjuðu ekkert sérlega vel í dag en Rickie Lambert kom Liverpool yfir strax á 2. mínútu leiksins.

Palace snéri taflinu við og jafnaði Dwight Gayle metin og því 1-1 í hálfleik. Joe Ledley kom Palace yfir þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leiknum áður en Mile Jedinak kláraði leikinn með marki úr aukaspyrnu.

Gengi Palace hefur ekki verið sérstakt í byrjun tímabils en Warnock var ánægður með sigurinn í dag og kallaði þetta frammistöðu að hætti Warnock.

,,Þetta var frammistaða að hætti Neil Warnock í dag. Það fannst mér alla vega og er ég gríðarlega stoltur af þeim," sagði Warnock.

,,Þeir voru frábærir í dag. Við spiluðum frábæran fótbolta og stuðningsmennirnir voru á bakvið okkur allan tímann. Þetta var svolítið eins og gamaldags bikarleikur," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner