Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. nóvember 2014 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Levante lagði Valencia - Sigur hjá Villarreal
Villarreal sigraði Getafe í kvöld
Villarreal sigraði Getafe í kvöld
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir fóru fram í spænska boltanum í dag en Levante lagði Valencia með tveimur mörkum gegn einu meðal annars.

Elche og Cordoba gerðu 2-2 jafntefli. Heimamenn fengu vítaspyrnu á 6. mínútu en Jonathas misnotaði vítaspyrnuna. Fidel kom svo Cordoba yfir nokkrum mínútum síðar áður en Federico Cartabia bætti við öðru marki.

David Lomban minnkaði muninn fyrir Elche úr vítaspyrnu áður en Jonathas bætti upp fyrir sitt vítaspyrnuklúður og jafnaði meitn.

Villarreal lagði þá Getafe með tveimur mörkum gegn einu. Mario Gaspar kom heimamönnum í Villarreal yfir áður en Gerardo Moreno bætti við öðru. Mehdi Lacen minnkaði muninn fyrir Getafe en lengra komust gestirnir ekki.

Levante lagði þá Valencia 2-1. Victor kom Levante yfir áður en Daniel Parejo jafnaði metin fyrir Valencia. Jose Luis Morales sá um að skora sigurmark Levante.

Alberto Bueno skoraði þá sigurmark Rayo Vallecano gegn Celta en markið kom á 20. mínútu leiksins.

Úrslit og markaskorarar:

Elche 2 - 2 Cordoba
0-0 Jonathas ('6 , Misnotað víti)
0-1 Fidel ('12 )
0-2 Federico Cartabia ('60 )
1-2 David Lomban ('63 , víti)
2-2 Jonathas ('75 )


Villarreal 2 - 1 Getafe
1-0 Mario Gaspar ('38 )
2-0 Gerard Moreno ('43 )
2-1 Mehdi Lacen ('61 )


Levante 2 - 1 Valencia
1-0 Victor ('58 )
1-1 Daniel Parejo ('73 )
2-1 Jose Luis Morales ('74 )


Rayo Vallecano 1 - 0 Celta
1-0 Alberto Bueno ('20 )


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner