Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. nóvember 2015 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Jafnt í Madrídarslag Getafe og Vallecano
Jozabed Sanchez í leik gegn Sporting Gijon.
Jozabed Sanchez í leik gegn Sporting Gijon.
Mynd: Getty Images
Getafe 1 - 1 Rayo Vallecano
1-0 Jozabed Sanchez ('58, sjálfsmark)
1-1 Jozabed Sanchez ('73)

Getafe gerði jafntefli við Rayo Vallecano í lokaleik tólftu umferðar spænska boltans í kvöld. Liðin eru bæði staðsett í höfuðborg Spánar og nágrenni, Madríd, og því um nágrannaslag að ræða.

Heimamenn í Getafe voru betri í leiknum og sköpuðu sér fleiri færi á meðan gestirnir héldu boltanum vel innan liðsins en sköpuðu lítið af færum.

Sóknarmaður gestanna, Jozabed Sanchez, gerði bæði mörk leiksins. Fyrst gerði hann sjálfsmark snemma í síðari hálfleik en fylgdi svo vítaspyrnu Roberto Trashorras eftir á 73. mínútu og jafnaði.

Bæði lið eru í neðri hluta deildarinnar, Getafe einu stigi frá fallbaráttunni og Rayo þremur stigum ofar.
Athugasemdir
banner
banner