lau 23. desember 2017 17:15
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Valencia missti af öðru sætinu
Carlos Bacca gerði eina mark leiksins.
Carlos Bacca gerði eina mark leiksins.
Mynd: Getty Images
Valencia 0 - 1 Villarreal
0-1 Carlos Bacca ('24)
Rautt spjald: Simone Zaza, Valencia ('60)
Rautt spjald: Manuel Trigeros, Villarreal ('83)

Kólumbíski sóknarmaðurinn Carlos Bacca gerði eina markið er Villarreal hafði betur gegn Valencia í spænska boltanum.

Valencia gat tekið annað sætið af Atletico Madrid með sigri en það voru gestirnir sem höfðu betur. Simone Zaza fékk tvö gul spjöld á tveimur mínútum í síðari hálfleik og lét reka sig af velli.

Heimamenn tóku mikið af skotum en hittu aðeins þrisvar sinnum á rammann. Þetta er þriðja tap Valencia í fjórum leikjum, en þar áður hafði félagið verið ósigrað í fyrstu þrettán deildarleikjum tímabilsins.

Þetta er annar sigur Villarreal í röð eftir erfiða byrjun á mánuðinum og er félagið í evrópudeildarsæti sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner