Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   fös 24. janúar 2014 14:17
Magnús Már Einarsson
Arnþór í Þór (Staðfest)
Arnþór Hermannsson.
Arnþór Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þórsarar vonast ennþá eftir að Chuck komi.
Þórsarar vonast ennþá eftir að Chuck komi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þórsarar hafa samið við miðjumanninn Arnþór Hermannsson en hann kemur til félagsins frá Völsungi. Hinn tvítugi Arnþór æfði einnig með Fylki og ÍA fyrir áramót en hann hefur síðan æft með Þór undanfarnar vikur og í síðustu viku samd hann við félagið.

,,Hann er efnilegur strákur. Hann er gífurlega metnaðargjarn og á örugglega eftir að hjálpa okkur," sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs við Fótbolta.net í dag.

Í sumar kom Arnþór við sögu í átta leikjum í fyrstu deildinni en hann hætti að leika með Völsungi í júlí þegar að faðir hans hætti sem formaður knattspyrnudeildar og þjálfaraskipti urðu hjá félaginu.

Samtals hefur Arnþór skorað átta mörk í 56 deildar og bikarleikjum með Völsungi á ferli sínum.

Þórsarar voru á dögunum með bandaríska varnarmanninn Nathan McCann á reynslu en ólíklegt er að hann komi til félagsins.

,,Ég tel meiri líkur en minni á að við leitum á önnur mið," sagði Páll sem útilokar ekki að fleiri Bandaríkjamenn muni koma og reyna fyrir sér hjá félaginu á næstu vikum.

Erlendu leikmennirnir Mark Tubæk, Josh Wicks, Edin Beslija, Joe Funicello og Srdjan Rajkovic eru allir farnir frá Þór.

Þórsarar vonast aftur á móti ennþá eftir að bandaríski framherjinn öflugi Chukwudi Chijindu komi aftur til félagsins í sumar.

,,Við höfum að sjálfsögðu á að fá hann aftur en það kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir mót. Hann er að reyna að komast að hjá stærri félögum. Það var líka í fyrra en þá gekk það ekki upp og hann kom til okkar korteri fyrir mót þá. Það verður bara að skýrast," sagði Páll.
Athugasemdir
banner