Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. janúar 2015 11:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hlustaðu í beinni - 12:00 Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pálmi Rafn Pálmason kemur í heimsókn.
Pálmi Rafn Pálmason kemur í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Smelltu hér til að hlusta á X-ið FM 97,7 í beinni

Pálmi Rafn Pálmason verður gestur útvarpsþáttarins Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í dag. Þátturinn er milli 12 og 14 eins og alla laugardaga en umsjónarmenn eru Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson.

Pálmi gekk í raðir KR í byrjun desember frá Lilleström í Noregi.

Eysteinn Húni Hauksson verður á línunni og ræðir við okkur um kínverska boltann og Viðar Örn Kjartansson sem samdi við kínverska félagið Jiangsu Guoxin-Sainty á dögunum. Eysteinn lék sjálfur í Kína árið 2002.

Norski blaðamaðurinn Jörn Henriksen Skjærpe ræðir við okkur um félagaskipti Martin Ödegaard til Real Madrid og það fár sem ríkir í Noregi eftir skiptin.

Þá verður rætt við Pétur Már Harðarson sem neyddist til að leggja skóna á hilluna tímabundið eftir veikindi.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner