lau 24. janúar 2015 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Emile Heskey: Gott að spila með Eiði Smára
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen
Mynd: Getty Images
Emile Heskey, framherji Bolton Wanderers á Englandi, er spenntur fyrir því að mæta sínu gamla félagi, Liverpool, í enska FA-bikarnum í dag.

Heskey var í viðtali við heimasíðu Bolton Wanderers í gær en hann ræddi þar um Liverpool og spennuna fyrir leikinn í dag.

Hann ræddi þá einnig það hvernig það er að spila með Eiði Smára Guðjohnsen en hann er ánægður með íslenska framherjann.

,,Strákarnir hafa verið mér góðir en það hefur einnig verið gott að spila með Eiði Smára en það eru ekki mörg framherjapör sem eru samtals 73 ára!," sagði Heskey.

,,Það er mjög þægilegt að spila með honum því hann er með mikil gæði og hann sýndi það með stoðsendingunni sem hann gaf á mig gegn Blackburn. Það hefðu ekki margir séð þessa sendingu," sagði hann að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner