Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 24. janúar 2015 14:43
Arnar Geir Halldórsson
Enski bikarinn: Gylfi skoraði og sá rautt í tapi
Gylfi fagnar marki sínu í dag
Gylfi fagnar marki sínu í dag
Mynd: Getty Images
Blackburn 3 - 1 Swansea
0-1 Gylfi Sigurdsson ('21 )
1-1 Chris Taylor ('23 )
2-1 Rudy Gestede ('78 )
3-1 Craig Conway ('90)
Rauð spjöld: Kyle Bartley (Swansea) (´6) Gylfi Sigurdsson (Swansea) (´90)

Kyle Bartley fékk tækifæri í byrjunarliði Swansea í dag þegar liðið heimsótti Blackburn í 4.umferð ensku bikarkeppninnar. Hann entist þó aðeins í sex mínútur en hann fékk beint rautt spjald og þurftu gestirnir að spila stærstan hluta leiksins einum færri.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Swansea og kom þeim yfir með stórglæsilegu marki á 21.mínútu. Forystan entist ekki lengi því Chris Taylor jafnaði metin nokkrum sekúndum síðar.

Hinn stóri og stæðilegi, Rudy Gestede, kom heimamönnum í 2-1 á 78.mínútu en kappinn sá hefur verið orðaður við nokkur úrvalsdeildarfélög upp á síðkastið. Svanirnir frá Wales reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn en Craig Conway innsiglaði góðan sigur heimamanna með marki í uppbótartíma.

Gylfi lét svo reka sig af velli á lokaandartökum leiksins og enduðu Swansea því níu á móti ellefu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner