Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 24. janúar 2015 17:00
Arnar Geir Halldórsson
Enski bikarinn: Man City og Chelsea úr leik
Liðsmenn Bradford hafa ríka ástæðu til að fagna
Liðsmenn Bradford hafa ríka ástæðu til að fagna
Mynd: Getty Images
Middlesbrough kom, sá og sigraði á Etihad
Middlesbrough kom, sá og sigraði á Etihad
Mynd: Getty Images
Chamakh skoraði tvö
Chamakh skoraði tvö
Mynd: Getty Images
Níu leikjum er nýlokið í ensku bikarkeppninni.

Þessi elsta bikarkeppni heims er af mörgum talin ein skemmtilegasta keppnin í boltanum og það var svo sannarlega mikið um dýrðir í dag.

Toppliðin í ensku úrvalsdeildinni, Chelsea og Man City, féllu bæði úr leik fyrir neðrideildarliðum en B-deildarlið Middlesbrough fór á Etihad og vann 2-0 sigur.

Chelsea fékk C-deildarlið Bradford í heimsókn á Stamford Bridge og leit allt út fyrir auðveldan dag hjá Jose Mourinho en Chelsea var komið í 2-0 eftir rúmlega hálftíma leik. Bradford gafst ekki upp og ein ótrúlegasta endurkoma í sögu keppninnar staðreynd en Bradford hafði 4-2 sigur á stjörnum prýddu liði Chelsea.

Þá féll Tottenham úr keppni eftir mikla dramatík og Marouane Chamakh skoraði tvö mörk þegar Crystal Palace sló Southampton út.

Úrslit og markaskorarar dagsins.

Southampton 2 - 3 Crystal Palace
1-0 Graziano Pelle ('9 )
1-1 Marouane Chamakh ('11 )
2-1 Scott Dann ('16 , sjálfsmark)
2-2 Yaya Sanogo ('21 )
2-3 Marouane Chamakh ('39 )

Chelsea 2 - 4 Bradford
1-0 Gary Cahill ('21 )
2-0 Ramires ('38 )
2-1 Jonathan Stead ('41 )
2-2 Filipe Morais ('75 )
2-3 Andy Halliday ('82 )
2-4 Mark Yeates ('90 )

Derby County 2 - 0 Chesterfield
1-0 Darren Bent ('20 )
2-0 Will Hughes ('82 )

Preston NE 1 - 1 Sheffield Utd
1-0 Paul Gallagher ('19 )
1-1 Diego De Girolamo ('68 )

Birmingham 1 - 2 West Brom
0-1 Victor Anichebe ('25 )
0-2 Victor Anichebe ('35 )
1-2 Grounds ('45 )

Cardiff City 1 - 2 Reading
1-0 Kenwyne Jones ('25 )
1-1 Norwood ('64 )
1-2 Hal Robson-Kanu ('88 )

Sunderland 0 - 0 Fulham

Manchester City 0 - 2 Middlesbrough
0-1 Patrick Bamford ('53 )
0-2 Kike ('90 )

Tottenham 1 - 2 Leicester City
1-0 Andros Townsend ('19 )
1-1 Leonardo Ulloa ('83 )
1-2 Jeffrey Schlupp ('90 )

Athugasemdir
banner