Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. janúar 2015 11:28
Arnar Geir Halldórsson
Mourinho: Væri skammarlegt að tapa fyrir Bradford
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho ætlast til þess að lið sitt klári verkefni dagsins en Chelsea fær C-deildarlið Bradford í heimsókn á Stamford Bridge í dag.

John Terry verður að öllum líkindum hvíldur en Mourinho segist taka bikarkeppnina alvarlega, annað sé ekki í boði hjá félaginu en Chelsea er enn í baráttunni í fjórum keppnum.

,,Til að hjálpa okkur í baráttunni um titilinn væri best að tapa á móti Bradford, Liverpool og PSG og spila bara í Úrvalsdeildinni það sem eftir er tímabils. En svoleiðis hugsum við ekki hér."

,,Einhvertímann heyrði ég þjálfara stórliðs fagna því að detta úr bikarnum og sagði að liðið hans gæti nú einbeitt sér að deildinni. Ef við töpum á móti Bradford mun ég ekki segja það, ég myndi segja að það væri skammarlegt."
sagði Mourinho.

Chelsea og Bradford mætast klukkan þrjú í dag en Bradford hefur einu sinni unnið bikarkeppnina, árið 1911.
Athugasemdir
banner
banner
banner